arrow icon

Matti og Maurún

Myndskreyting og bókahönnun

Bókin er hugljúft ævintýri um Maurúnu og Matta, þar sem lesandinn kynnist ótrúlegum heimi leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli. Lesandinn upplifir einstaka vináttu sem er full af gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós stórkostleg undur undir fótum okkar. Bókin er tvítyngd á íslensku og ensku.

Í tilefni útgáfu bókarinnar var haldin sýning í kjallara Epal á Laugavegi. Á sýningunni gátu ungir sem aldnir fræðst um furðuverk mauraríkisins, rýnt í myndheiminn sem Laufey Jónsdóttir skapaði fyrir bókina og séð íslenska maura stíga á stokk í iðandi maurabúum.

Rithöfundurinn og líffræðingurinn Marco Mancini hefur rannsakað maura á Íslandi frá árinu 2019 og deilt undrum mauraheimsins í fjölmiðlum, á vefsíðunni „Maurar á Íslandi” og nú í þessari fallega myndskreyttu bók. Myndband frá rannsóknum Marco Mancini á íslenskum maurum.