arrow icon

RÚV

Það féll okkur í skaut að hanna nýtt merki og útlit fyrir Stundina okkar

Þetta verkefni kitlaði barnið innra með okkur enda ekki oft sem maður fær tækifæri til að móta eitthvað sem hefur jafndjúpar rætur í íslenskri sjónvarpssögu. Þegar sonur teiknarans frétti að pabbi hans hefði gert merkið fyrir hina einu sönnu Stundina okkar þá brást hann kátur við og sagði: „Vá hvað þú ert kúl pabbi!“. Frekari laun voru óþörf

Grunnmerkið fannst okkur þurfa að vera einfalt en leikandi. Niðurstaðan var að púsla saman stöfum í sterkt form með svolitlum tölvuleikjafíling.

Til víðbótar var lagt upp með að útbúa einfaldan teiknistíl fyrir grafík sem hægt væri að aðlaga að mismunandi dagskráliðum undir Stundinni

Lokaútkoman er því merki sem getur aðlagast breytilegri dagskrá Stundarinnar yfir ókomin ár